Fara á efnissvæði

Hjúkrunarfræðingur óskast

Við leitum nú að hjúkrunarfræðingi til starfa. Um 80-100% starfshlutfall er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2025.

Heilsuvernd Vífilsstöðum er skipuð metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum er veitt þjónusta til aldraðra sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili ásamt lífslokameðferð.

Við leitum nú að hjúkrunarfræðingi til starfa. Um 80-100% starfshlutfall er að ræða, morgunvaktir á virkum dögum og 3ju hvoru helgi eða eftir nánara samkomulagi. Við leitum að einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp sterkt teymi á góðum vinnustað.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Vinnustaðurinn Vífilsstaðir býður upp á sveigjanleika í starfi og er fjölskylduvænn vinnustaður. Vífilsstaðir er fjölmenningar-vinnustaður sem byggir á jákvæðum starfsanda og víðsýni tengt ólíkum menningarheimum fjölbreytilega samsetts starfshóps. Starfshópurinn er samheldinn og samstíga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

- Almenn hjúkrunarstörf

- Skipulag og ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við sett markmið og gæðastefnu Heilsuverndar

- Þátttaka í þróunarverkefnum

- Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Próf og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur

- Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum

- Starfsreynsla í öldrunarþjónustu er kostur

- Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji

- Góð almenn tölvukunnátta

- Góð samskiptahæfni

- Þolinmæði og sveigjanleiki

- Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað íslensku

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2025.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf ásamt starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Ráðið er í starfið óháð kyni. Greitt er samkvæmt kjarasamningum SFV og FÍH. Nánari upplýsingar veitir Aníta Magnúsdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða (anitam@vifilsstadir.is) og Steinunn Ósk Geirsdóttir, deildarstjóri Vífilsstaða (steinunn@vifilsstadir.is).

Tekið er á móti umsóknum á ráðningarsíðu Heilsuverndar