top of page

Starfssemin
Starfsemin hófst nú í janúar 2023 og tók félagið við þeirri þjónustu sem Landspítali hefur veitt á Vífilsstöðum fram til þessa með skjólstæðinga sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Í framhaldi verður þjónustan þróuð áfram í samstarfi við Landspítala, Sjúkratryggingar og heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem lögð verður áhersla á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða með það að markmiði að bæta þjónustu við þann hóp og styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra sem lengst með auknum sveigjanleika.

Rekstraraðili
Rekstraraðili er Heilsuvernd Vífilsstaðir ehf., dótturfélag Heilsuverndar sem einnig rekur Heilsuvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi.
bottom of page